Allir að leggja hart að sér

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari er nokkuð sáttur við gang mála þótt …
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari er nokkuð sáttur við gang mála þótt hann vilji ekki segja of mikið. „Þetta er snúið,“ segir hann við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum rétt í þessu að klára fundina okkar sem hafa staðið frá því klukkan eitt í dag,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is í kvöld og kveður ekki um hefðbundinn samningafund að ræða hjá Samtökum atvinnulífsins og VR, LÍV og samfloti iðn- og tæknigreina á morgun.

Þá verði hins vegar unnið áfram í vinnuhópum sem hver um sig fjalli um ákveðin atriði samningaferlisins. „Það gekk vel í dag, án þess að ég vilji segja of mikið, þetta er snúið,“ segir ríkissáttasemjari, „ég er mjög ánægður með vinnu samninganefndafólksins, allir eru að leggja hart að sér við erfiðar kringumstæður,“ heldur hann áfram.

Eftir hópastarfið á morgun kveðst Aðalsteinn reikna með stórum sameiginlegum samningafundi á föstudagsmorgun þar sem eiginlegar viðræður haldi áfram. „Það er planið eins og staðan er núna,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert