Ógn við æðstu stjórn landsins?

Nýbygging ráðuneytisins mun í framtíðinni rísa fyrir ofan og austan …
Nýbygging ráðuneytisins mun í framtíðinni rísa fyrir ofan og austan Stjórnarráðið. mbl.is/Árni Sæberg

Til skoðunar er hjá borgaryfirvöldum að heimila byggingu húss á lóðinni Bankastræti 3, sem er næsta lóð fyrir ofan Stjórnarráðið. Forsætisráðuneytið hefur áhyggjur af stærð hússins og telur að að óbreyttu yrði það möguleg ógn við aðstöðu æðstu stjórnar landsins. Áformin voru kynnt fulltrúa ríkislögreglustjóra og leitað eftir áliti hans.

Herbertsprent ehf., eigandi húss og lóðar í Bankastræti 3, þar sem verslunin Stella er til húsa, hefur undanfarin ár barist fyrir því að deiliskipulag verði unnið fyrir lóðina. Áformar lóðarhafinn að reisa þar fjögurra hæða nýbyggingu, alls 1.173 fermetra. Stella er í rekin í friðuðu hús úr tilhöggnu grágrýti, sem reist var árið 1881. Húsið er 175 fermetrar.

Reykjavíkurborg hefur nýlega samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og Stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »