Íslenska hraunsýningin vekur athygli erlendis

Lifandi hraunsýning Lava Show, sem hefur gengið við miklar vinsældir í Vík í Mýrdal og er nú einnig komin á Granda í Reykjavík, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla.

Fréttastofan AFP fjallaði nýlega um sjónarspilið og segir m.a. í lýsingu blaðamanns að hraunið hafi lýst upp sýningarsalinn líkt og sólarupprás.

Á sýn­ingu Lava Show er hraun brætt upp í 1100°C og hellt inn í sýn­ing­ar­sal full­an af fólki.

Ekki hættuleg gös

Hraunmolarnir sem eru bræddir í sýningunni eru úr síðasta staðfesta Kötlugosi frá árinu 1918. Þrátt fyrir að smá brennistein sé að finna í hrauninu eru ekki hættuleg gös inni í sýningarsalnum sem koma upp með hrauni þegar að eldgos er. 

„Ég skil af hverju fólk væri frekar til í að fara upp að eldgosi en augljóslega yrði ekki hægt að komast jafn nálægt úti í náttúrunni,“ segir ástralski ferðamaðurinn Jasmine Luong, sem fylgdist með sýningunni af mikilli aðdáun, við AFP. 

„Þetta er mun öruggara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert