Eftirlýstur maður handtekinn við innbrot

Maðurinn var vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði.
Maðurinn var vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður sem var eftirlýstur vegna afplánunar dóms var í nótt handtekinn við innbrot í Seljahverfinu í Breiðholtinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Maðurinn var fluttur beint til vistunar í fangelsinu á Hólmsheiði.

Þá braust karlmaður inn í íþróttahús Hauka á Ásvöllum í nótt, en hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

mbl.is