Barnsfæðingum fækkar mikið milli ára

Á fæðingardeild sjúkrahússins fæddust alls 2.863 börn á fyrstu ellefu …
Á fæðingardeild sjúkrahússins fæddust alls 2.863 börn á fyrstu ellefu mánuðum yfirstandandi árs. mbl.is/Jón Pétur

Fæðingum fækkar og frjósemi er minni. Þetta má lesa út úr starfsemistölum Landspítalans þar sem um 70% allra barnsfæðinga á Íslandi eiga sér stað. Á fæðingardeild sjúkrahússins fæddust alls 2.863 börn á fyrstu ellefu mánuðum yfirstandandi árs.

Á sama tímabili í fyrra voru fæðingarnar 3.221 og 3.030 árið 2020. Fækkun fæddra barna á spítalanum í ár miðað við 2021, það er frá janúar til nóvember, er því um 11,1% og 5,6 sé horft til ársins 2020.

Í ár voru fæðingar á Landspítalanum flestar í september, 289, eða einni fleiri en var í október. Þessar tölur eru nánast á pari við hvað var í þessum sömu mánuðum í fyrra. Þá varð hins vegar nánast barnasprenging í júlí með alls 334 fæðingum. Ber þá þess að geta að níu mánuðum fyrr, það er á haustdögum 2020, voru mjög stífar samkomutakmarkanir í miðjum heimsfaraldri svo margir héldu sig heima.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert