Mesta áhorf á Skaupið í mörg ár

Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Saga Garðarsdóttir …
Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson voru höfundar Áramótaskaupsins 2022. Ljósmynd/Ragnar Visage

Áhorfið á Áramótaskaup sjónvarpsins var það mesta í mörg ár að sögn Valgeirs Vilhjálmssonar hjá RÚV. 

Áhorfstölur bárust í gær var Gallup og meðaláhorf á hverja mínútu var 81% en auk þess hafa margir landsmenn horft á Skaupið og atriði úr skaupinu í spilaranum á ruv.is. 

256 þúsund sinnum hefur skaupið verið spilað á ruv.is en á nýársdag voru um 150 þúsund spilanir. 

Lokalagið vinsælast í spilaranum

Þegar atriðin hafa verið klippt niður þá hafa slík myndskeið fengið 83 þúsund spilanir. Þar er athyglisvert að lokalagið hefur verið mest spilað af stökum atriðum. Þar á eftir kemur upphafslagið og lögguatriðið svokallaða [þar sem áhugi á að kyssa lögreglumanninn sem Sigurjón Kjartansson lék var mælikvarði á samkynhneigð]. 

Þar á eftir kemur umtalað pokaatriði úr Bónus og í fimmta sæti er Félag Kanselaðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert