Gæsluvarðhalds krafist áfram yfir einum

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kveður rannsókn málsins sækjast vel.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kveður rannsókn málsins sækjast vel. mbl.is/Hari

„Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum manni í dag,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um hópárásina í Bankastræti í nóvember.

Styður lögregla gæsluvarðhaldskröfu sína með vísan til almannahagsmuna „og það eru enn þá nokkrir sem hafa stöðu sakbornings, það voru býsna margir sem komu þarna við sögu“, segir yfirlögregluþjónninn enn fremur.

Grímur segir rannsókn málsins sækjast mjög vel og ekki líði á löngu þar til það verði sent héraðssaksóknara til ákærumeðferðar.

mbl.is