Fundi lokið: Sólveig neitar að tjá sig

Sólveig Anna og Viðar gengu út úr skrifstofu félagsins við …
Sólveig Anna og Viðar gengu út úr skrifstofu félagsins við Guðrúnartún nú á tíunda tímanum. mbl.is/Óttar

Fundarhöldum Eflingar er lokið í dag. Nokkrir fundir hafa verið haldnir í félagsheimili félagsins, sem er staðsett á fjórðu hæð í Guðrúnartúni 1, í dag. Meðal þeirra funda sem haldnir hafa verið er fundur samninganefndar félagsins, en honum lauk klukkan 20.40 í kvöld.

Rétt í þessu gengu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, saman út úr félagsheimilinu. Sólveig Anna vildi ekki veita viðtal.

Segir hún að von sé á tilkynningu frá samninganefnd Eflingar í kvöld.

Lítið heyrst

 Sól­veig Anna hef­ur áður gefið til kynna að boðað verði til verk­falla í af­mörkuðum hóp­um inn­an stétt­ar­fé­lags­ins.

Tólf dagar eru liðnir frá því Efling sleit formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins og tók að búa sig undir verkfallsaðgerðir. Síðan þá hefur lítið heyrst úr herbúðum Sólveigar.

mbl.is

Bloggað um fréttina