Ljósastaurar fuku niður

Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Álftanesveg og Hafnarfjarðarveg.
Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Álftanesveg og Hafnarfjarðarveg. Skjáskot/Vegagerðin

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjölmargar foktilkynningar í dag.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að lögreglan hafi hjálpað fólki að binda niður garðhús, kannað þakdúk sem var á hreyfingu og kallað til björgunarsveit til aðstoðar vegna þakplatna sem voru að fjúka af þaki. 

„Ljósastaurar fuku niður á Álftanesveginum og þurfti að fjarlægja þá. Ekki þurfti alltaf að sækja verkefnið langt því ruslatunnur við stöðina á Hverfisgötu fóru af stað í rokinu og þurfti snör handtök vaskra lögreglumanna til þess að bjarga þeim,“ segir í dagbókinni. 

Læsti sig fáklæddur úti á svölum í ofsaveðrinu

Þá kemur fram að töluvert af tilkynningum hafi borist vegna vandræða í umferðinni vegna færðar og skyggnis. 

Hjálparbeiðni barst þá lögreglu frá manni sem hafði læst sig úti á svölunum einungis léttklæddur í ofsaveðrinu sem geisað hefur í dag. Maðurinn var þó kominn inn til sín og afþakkaði aðstoð þegar lögreglu bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert