Maður fannst látinn við Gufunesveg

Maður fannst látinn í morgun.
Maður fannst látinn í morgun. mbl.is/Sverrir

Karlmaður fannst látinn við Gufunesveg í Reykjavík í morgun.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is en fyrst var greint frá líkfundi á dv.is.

Grímur segir að maðurinn hafi fundist í snjóskafli en vildi ekki meira segja um málið að svo stöddu. 

Ekki liggur fyrir hvort talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 

mbl.is