Minningarathöfn á Patreksfirði heppnaðist vel

Krapaflóð féll yfir bæinn 22. janúar 1983.
Krapaflóð féll yfir bæinn 22. janúar 1983. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Í dag fór fram minningarathöfn á Patreksfirði til að minnast þeirra sem létu lífið í krapaflóðunum á Patreksfirði þann 22. janúar 1983. Fjórir létu lífið í krapaflóðunum auk þess að eignatjón var verulegt.

Í tilkynningu Vesturbyggðar segir að samkennd og samhugur hafi einkennt daginn en um 180 manns voru viðstödd minningarathöfnina. Athöfnin hófst í Patreksfjarðarkirkju þar sem séra Kristján Arason hélt minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi.

Í framhaldinu var gengið að minnisvarða um þá sem létust og að lokum var haldin minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar.

Í tilkynningunni segir að hátíðin hafi heppnast í alla staði vel þó veðrið hafi sett smá strik í reikninginn.

mbl.is