Telur ekkert óeðlilegt við skipun Gríms

Grímur Hergeirsson hefur verið skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi.
Grímur Hergeirsson hefur verið skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi.

„Það eru ekki nýmæli að lögreglustjórar, dómarar og sýslumenn séu fluttir á milli embætta þegar stöður losna,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við svari við fyrirspurn mbl.is um ráðningarmál Gríms Hergeirssonar sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl að telja án þess að staðan væri auglýst áður, eins og mbl.is fjallaði nýverið um.

„Grímur Hergeirsson var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í nóvember 2020. Hann var jafnframt settur lögreglustjóri á Suðurlandi í júlí 2022 þegar Kjartani Þorkelssyni hafði verið veitt tímabundið leyfi frá störfum. Þegar fyrir lá að Kjartan óskaði eftir lausn frá störfum um áramótin síðustu var tekin sú ákvörðun að Grímur yrði fluttur í embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi eins og lög heimila og staða hans í Vestmannaeyjum auglýst í staðinn,“ segir enn fremur í svari ráðuneytisins.

Tilfærslur algengar eftir breytingu 2015

Er þar tekið fram að við flutning milli embætta á borð við þann sem nefndur er í inngangi fréttarinnar séu stöðurnar sem viðkomandi voru í auglýstar í staðinn. Mikið hafi verið um slíkar tilfærslur við þá breytingu sem gerð var árið 2015 þegar sýslumenn og lögreglustjórar voru aðskildir.

„Ráðherra telur ekkert óeðlilegt við það enda er hér um tilfærslu að ræða á starfsmönnum í nánast sama starfi,“ segir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert