Gular viðvaranir víða um land

Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna vinds og snjókomu sem taka gildi á morgun.

Ferðalangar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér viðvaranir, spár og færð á vegum, enda geta varasamar akstursaðstæður skapast, einkum á fjallvegum, að sögn Veðurstofunnar.

Nú þegar eru gular viðvaranir á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu sem gilda þangað til í kvöld.

Á morgun verða gular viðvaranir aftur á móti á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austurlandi að Glettingi.

Engar gular viðvaranir eru í gildi á Suð-Austurlandi og Austfjörðum.  

Veðurvefur mbl.is

mbl.is