Bifreið ekið á tré

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Árbænum þar sem bifreið hafði verið ekið á tré. Ökumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en ekki er vitað um meiðsli hans. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun á Seltjarnarnesi. Tveir eru grunaðir og eru þeir báðir undir 18 ára aldri. Málið er unnið í samvinnu við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 108, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir ökumenn voru jafnframt stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is