Efling birtir bréf Íslandshótela til starfsfólks

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hákon

Stéttarfélagið Efling hefur birt bréf með áréttingum frá stjórnendum Íslandshótela til starfsfólks síns á ensku á heimasíðu sinni og óskað þess að Íslandshótel „láti af ólöglegum hótunum“.

Á heimasíðunni segir að starfsfólk hótelanna hafi leitað til Eflingar vegna blaðsins, sem dreift hefur verið eða hangið uppi fyrir augum starfsfólks Íslandshótela. 

Þar segir einnig að bréfið sé til þess fallið að „ fyrirtækið [notfæri] sér hótanir um tekjumissi til að hafa áhrif á skoðanir og kosningahegðun starfsfólks í verkfallskosningu sem nú stendur yfir.

Þá segir að starfsfólk upplifi að atvinnuöryggi þeirra sé ógnað með fundum sem haldnir hafa verið með starfsfólki. 

Gera kröfu um sektir

„Efling – stéttarfélags krefst þess að Íslandshótel láti þegar í stað af ólöglegum tilraunum sínum til að setja þrýsting á starfsfólk vegna yfirstandandi verkfallskosningar með hótunum um tekjumissi og/eða loforðum um peningagreiðslur.

Félagið mun eftir atvikum leita til Félagsdóms og gera kröfu um sektir.“

Bréfið/veggspjaldið sem starfsmenn Íslandshótela afhentu Eflingu.
Bréfið/veggspjaldið sem starfsmenn Íslandshótela afhentu Eflingu. Ljósmynd/Efling
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert