Bjartviðri sunnan heiða en hvessir í kvöld

Spáð er bjartviðri sunnan heiða í dag.
Spáð er bjartviðri sunnan heiða í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er norðaustan 5-10 metrum á sekúndu í dag og éljum á Norður- og Austurlandi, en hægari vindi og bjartviðri sunnan heiða. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Hvessir í kvöld og nótt og á morgun verða austan og suðaustan 15-23 m/s. Víða verður snjókoma eða slydda og hiti verður kringum frostmark.

Rigning verður á láglendi sunnan- og suðvestanlands þegar líður að hádegi og hlýnar heldur þar um tíma. Snýst í minnkandi suðvestanátt suðvestan til undir kvöld og dregur úr úrkomu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is