Grunaðir um að brjótast inn en voru að villast

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang við að vísa …
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang við að vísa fólki út sem var óvelkomið á hóteli og í spilasal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í umdæmi Grafarvogs, Árbæjar og Mosfellsbæjar, hafði í gær afskipti af ökumanni sem var án ökuréttinda vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Bifreiðin var upphaflega stöðvuð vegna rannsóknar á líkamsárás sem ökumaður er einnig grunaður um.

Þá var annar einstaklingur í sama umdæmi einnig handtekinn og vistaður vegna rannsóknar á líkamsárás.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Vistaður í fangageymslu eftir ítrekað ónæði

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ ók ölvuðum manni heim sem hafði verið til óþurftar. Lögreglan í sama umdæmi var einnig kölluð til vegna líkamsárásar og er málið í rannsókn.

Maður var vistaður í fangageymslu eftir ítrekað ónæði í miðborg Reykjavíkur. Hann var í mjög annarlegu ástandi. 

Tveimur var vísað frá byggingarsvæði en þeir voru grunaður um að vera að brjótast inn. Í dagbókinni kemur þó fram að þeir hafi verið undir áhrifum „eitthvað að villast“.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í tvígang við að vísa fólki út sem var óvelkomið á hóteli og í spilasal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert