Reyndi að hlaupa frá lögreglu en komst skammt

Their voru handteknir í nótt grunaðir um líkamsáras.
Their voru handteknir í nótt grunaðir um líkamsáras. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn voru í nótt handteknir af lögreglu grunaðir um líkamsárás og vistaðir í þágu rannsóknar vegna málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um korter í tíu í gærkvöldi var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndi að hlaupa undan lögreglu við afskipti en komst þó ekki langt og var hann handtekinn eftir skamma eftirför á fæti. Þá grunar lögreglu einnig að viðkomandi sé einnig án ökuréttinda og að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarmerkjum.

Laust eftir miðnætti var annar ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var laus eftir venjubundna sýnatöku.

mbl.is