Annað krapaflóð í Geirseyrargili á Patreksfirði

Krapaflóðið sem féll í janúar féll einnig úr Geirseyrargili.
Krapaflóðið sem féll í janúar féll einnig úr Geirseyrargili. mbl.is/Sigurður Bogi

Krapaflóð féll um klukkan 14 í gær, sunnudaginn, í Geirseyrargili á Patreksfirði. Krapaflóð féll úr sama gili á laugardaginn í þarsíðustu viku.

Sérfræðingur á ofanflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands segir flóðið í gær hafa verið mun minna en það sem féll laugardaginn 26. janúar. Það fylgdi farveginum og stafaði ekki ógn af því. 

Veðurstofa Íslands lýsti yfir óvissustigi á sunnanverðum Vestfjörðum í gær vegna ofanflóðahættu, það er ekki lengur í gildi. Veður er að kólna og hefur því dregið úr ofanflóðahættunni.

Í færslu sem Veðurstofan gaf út á laugardaginn var kom fram að svipuð veðurskilyrði væru um helgina og þegar að krapaflóðið féll þann 26. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert