Annar stofn fært sig upp á skaftið

Landspítalinn.
Landspítalinn.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að inflúensan sé á niðurleið í samfélaginu. Háum toppi var náð í lok árs en nú sé hún á niðurleið.

„Við sáum reyndar þá breytingu í síðustu viku að hlutfallslega fleiri eru að greinast með inflúensu af stofni B. Það hafa verið tveir stofnar í gangi, A og B. B hefur núna verið að færa sig upp á skaftið. Það gerist stundum að það kemur annar toppur af B þannig að við höfum auga með því, en eins og er hefur inflúensan verið á niðurleið,“ segir Guðrún.

Um þessar mundir eru helst fjórir smitsjúkdómar sem hrella landsmenn; kórónuveiran, inflúensa, RS-veiran og streptó­kokkar. Óvenjumikið hefur verið um innlagnir af völdum streptó­kokkasýkinga það sem af er ári. Sýkingarnar geta verið alvarlegar ef þær fara í lungu, brjósthol, blóð eða vöðva. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »