Hellisheiði lokuð í um 80 mínútur

Flutningabifreið fór út af veginum með fyrrgreindum afleiðingum.
Flutningabifreið fór út af veginum með fyrrgreindum afleiðingum. Ljósmynd/Ívar Erlendsson

Loka þurfti Suðurlandsvegi til vesturs í um 80 mínútur í kjölfar þess að vörubíll fór út af veginum nærri Kömbum fyrir ofan Hveragerði. 

Lokunin kom til að beiðni lögreglunnar.

Í færslu frá Vegagerðinni á Twitter frá því um klukkan hálf tvö í dag segir að heiðin hafi eingöngu verið lokuð til vesturs.

Þá kemur fram í samtali mbl.is við Vegagerðina að búið sé að opna veginn. Alls hafi Suðurlandsvegi verið lokað í 80 mínútur vegna atviksins. Hjáleið var um Þrengsli á meðan aðgerðir stóðu yfir. 

Greiðlega gekk að ná ökutækinu upp á veg en ekki liggja fyrir upplýsingar um skemmdir á því eða slys á fólki. 

Óhappið átti sér stað nærri Hveragerði.
Óhappið átti sér stað nærri Hveragerði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is