Allar vélar úti

Allar vélar eru úti í Reykjavík eins og þessi sem …
Allar vélar eru úti í Reykjavík eins og þessi sem var við Sæbrautina í morgun. Umferð hefur enn sem komið er gengið þrátt fyrir veðrið, en hvernig þróunin verður þegar umferð þyngist á eftir að koma í ljós. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færðin á höfuðborgarsvæðinu er enn sem komið er nokkuð hefðbundin miðað við hressilegt vetrarveður og alls staðar er fært. Ekki er enn mikil snjór á götum borgarinnar, en hins vegar er mjög hvasst og hált og skyggni getur á skömmum tíma spillst.

Samkvæmt upplýsingum frá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar var farið af stað klukkan 4 í nótt og eru öll tæki úti. Lítið hefur verið um vandamál hingað til í umferðinni, en óvíst er um þróunina þegar umferð fer að aukast með morgninum.

Appelsínugul viðvörun tók gildi klukkan sex í morgun, en hún stendur aðeins yfir til klukkan 8. Er þá búist við sunnan 20-28 m/s og mjög snörpum vindhviðum, sérstaklega í efri byggðum og við ströndina. Þá er slydda eða snjókoma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert