Fastir á Hellisheiði og í Þrengslum

Björgunarsveitir eru að aðstoða ökumenn á Hellisheiði og í Þrengslum …
Björgunarsveitir eru að aðstoða ökumenn á Hellisheiði og í Þrengslum sem þar sitja fastir en þessum leiðum hefur nú verið lokað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var rólegt í nótt en núna eru einhverjir fastir bílar á Hellisheiði og í Þrengslunum sem okkar fólk er að fara í,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is um stöðu mála eftir nóttina. Eins og mbl.is greindi frá í morgun hefur heiðinni og Þrengslum nú verið lokað.

Hann segir engar tilkynningar hafa borist um foktjón svo hann viti til en björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir degi, reiðubúnar að sinna því sem að höndum ber.

Uppfært kl. 9.05:

Vegurinn um Þrengsli hefur verið opnaður og áætlað er að vegurinn um Hellisheiði opni á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert