Fjölmenna í Iðnó eftir að verkfall hófst

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 300 félagsmenn Eflingar hófu ótímabundið verkfall klukkan 12 í dag. 

Í ljósi þess fjölmenntu félagsmenn á bar­áttu­sam­komu í Iðnó.

Chrissa frá Grikklandi segir við blaðamann að mikilvægt sé að fara í verkfall til þess að krefjast hærri launa og standa vörð um réttindi verkafólks.

Enn stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall fleiri hótelstarfsmanna og olíubílstjóra en henni lýkur klukkan 18 í kvöld.

Starfsfólk á Íslandshótelum yfirgaf vinnustaðinn í hádeginu þegar verkfall Eflingar …
Starfsfólk á Íslandshótelum yfirgaf vinnustaðinn í hádeginu þegar verkfall Eflingar hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert