Neitar sök um tilraun til manndráps

Hinn ákærði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er málið var …
Hinn ákærði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er málið var þingfest. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál karlmanns á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Maðurinn neitar sök og hafnar bótakröfu í málinu. 

Hann er ákærður fyr­ir að hafa sparkað í mann á fimm­tugs­aldri þar sem hann stóð ut­an­dyra efst í tröpp­um Moe‘s bar í Selja­hverfi á ann­arri hæð þannig að hann féll niður 23 stein­steypt­ar tröpp­ur.

Maður­inn hlaut höfuðkúpu­brot, dreifðar blæðing­ar í og við heila og al­var­leg­an og var­an­leg­an heilaskaða. Fer hann fram á 150 milljónir króna í miska- og skaðabætur vegna árásarinnar. 

Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 

Þinghaldi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma á meðan beðið er læknisvottorðs hins ákærða. 

mbl.is