Rætt um foreldrastyrk og heimgreiðslur

Frá borgarstjórnarfundi.
Frá borgarstjórnarfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur, sem hófst á hádegi í dag og stendur enn yfir, hafa úrræði fyrir foreldra að loknu fæðingarorlofi verið rædd í samhengi við þann mikla mönnunarvanda sem ríkir í leikskólum borgarinnar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um valkvæðan foreldrastyrk til foreldra barna á aldrinum eins til tveggja ára.

Þá lögðu borgarfulltrúar Flokks fólksins fram tillögu um heimgreiðslur meðan beðið er eftir leikskólaplássi sem borgin nær ekki að bjóða upp á.

Borgarfulltrúar körpuðu um kostnað og að um væri að ræða úrræði sem ekki allir gætu nýtt sér. Umræðan stendur enn yfir í Ráðhúsinu.

mbl.is