Éljagangur og allt að 10 stiga frost

Spáð er éljagangi í dag.
Spáð er éljagangi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er suðvestanátt, víða 8-15 metrum á sekúndu og éljum í dag en að mestu verður þurrt norðaustan- og austanlands.

Frost verður á bilinu 1 til 10 stig. Vestan og norðvestan 10-18 m/s verða í kvöld og él norðan- og vestan til.

Á morgun verður vestlæg átt, 5-13 m/s og dregur úr éljum, en úrkomulítið verður síðdegis. Vaxandi suðaustanátt verður og snjókoma syðst seint annað kvöld. Frost verður á bilinu 2 til 12 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is