Nauðsynjar klárast fyrst verði verkfall

Guðmundur Marteinsson.
Guðmundur Marteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verslunareigendur hafa nýtt síðastliðna daga í að búa sig undir verkfall olíubílstjóra í Eflingu. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, kveðst gera ráð fyrir því að birgðir endist að minnsta kosti fram yfir helgi ef af verkfallinu verður.

„Við eigum eftir að sjá hvernig þetta þróast. Næstu tveir dagar, þá mun ýmislegt koma í ljós. Þegar menn átta sig á alvarleika málsins og stöðunni sem upp er komin, þá reyna menn að spýta í lófana og klára þessa samninga,“ segir Guðmundur, sem er jafnframt áhyggjufullur yfir verkfallsboðun ræstingafólks og öryggisvarða sem verður kosið um í lok mánaðar.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir að nauðþurftir og bleyjur klárist fljótt, fari allt á versta veg. Staðan sé mjög alvarleg. „Við erum búin að vera að birgja okkar búðir upp síðastliðna daga. Hins vegar ræður líftími varanna langmestu. Þú getur ekki birgt þig upp af ferskvöru í lengri tíma.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert