Hafa áhyggjur af lokun borgarskjalasafns

Lagt hefur verið til lokunar Borgarskjalasafns í Grófarhúsinu við Tryggvagötu.
Lagt hefur verið til lokunar Borgarskjalasafns í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi hefur lýst yfir áhyggjum vegna tillögu borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Skorar stjórn félagsins á Reykjavíkurborg að opinber fjárhagslegar forsendur sem tillagan byggir á. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lagði það fram tillögu á borgarráðsfundi seinasta fimmtudag, þanna 16. febrúar, um að leggja Borgarskjalasafn Reykjavíkur niður. Starfsfólk safnsins hefur almennt verið ósátt með tillöguna.

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi gaf frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum vegna tillögunnar.

Segir í yfirlýsingunni að skjölin séu „betur komin á sérhæfðu safni sem varðveitir, miðlar og veitir aðgang að þeim í samræmi við þarfir, væntingar og metnað borgarinnar til þjónustu við íbúa og skilvirkni stjórnsýslunnar.“

Segir stjórnin einnig á að safninu séu ýmis einkasöfn, varsla hverra yrði „sett í algjört uppnám“ með lokun safnsins.

Efast um fjárhagslega hagræðingu

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi segir að ástæða sé til þess að efast um nokkra fjárhagslega hagræðingu að baki tillögunnar og að Reykjavíkurborg, stofnanir borgarinnar og fyrirtæki myndu enn bera að greiða kostnað varðveislu skjala sinna í Þjóðskjalasafni Íslands.

„Skorað er á Reykjavíkurborg að opinbera þær fjárhagslegu forsendur sem tillagan byggir á svo að fram megi fara opin og hreinskiptin umræða um þær með aðkomu sérfræðinga á sviði skjalavörslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert