Mörg börn í öndunarvél í vetur

Starfsfólk á gjörgæslu hefur sinnt mörgum með streptókokka.
Starfsfólk á gjörgæslu hefur sinnt mörgum með streptókokka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill streptókokkafaraldur hefur geisað hér á landi í vetur og upp hafa komið mun verri sýkingar en vanalega. Þessar sýkingar leggjast sérstaklega þungt á börn, eldra fólk og þá sem eru veikir fyrir, til að mynda af völdum ónæmisbælandi lyfja.

„Við höfum verið ansi stórir kúnnar á gjörgæslunni undanfarið,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, og vísar þar til þess að fjölmörg börn hafa þurft að fara í öndunarvél af völdum streptókokka.

„Við vitum ekki alveg af hverju þessar sýkingar eru mun aggressífari en vanalega. Þetta er mjög sérstakt ástand. Við erum vön því að fá óþægindi af völdum hálsbólgu sem getur verið gott að fá sýklalyf við. Núna er mikið um að þessar sýkingar verði ífarandi, að þær fari inn í vefi líkamans. Þetta byrjaði einhvern tím­ann í haust og virðist vera almennt að gerast í Evrópu,“ segir Ragnar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert