„Stúdentar splæsa“

Auglýsing úr stórtækri herferð SHÍ
Auglýsing úr stórtækri herferð SHÍ Ljósmynd/Aðsend

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hefur nú hafið herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun háskólans og til að mæla gegn hækkun á skrásetningargjöldum. Auglýsingarnar hafa til dæmis sést á veggspjöldum og strætóskýlum við stúdentagarða. 

Herferðin heitir „Háskólann vantar milljarð, núna“ en mbl.is greindi frá því í lok janúar að SHÍ hafi lýst yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Háskóla Íslands, þar sem milljarð vantar upp á að skólinn nái endum saman á komandi ári.

Herferðin fer hörðum orðum um fjársveltu skólans með slagorð á borð við „Stúdentar splæsa“, „Fjársvelti háskólans er pólitísk ákvörðun“ og „Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda“ rituð á reikningeyðublað stílað til stúdetna.

Ljósmynd/Aðsend

Umræðan um fjárskort Háskóla Íslands hefur látið afar vart við sig vera á síðustu misserum með breytingu á fjárlögum, sem leiddi í för með sér niðurskurð í fjármagni til Háskólan Íslands.

„Þessi málefni eru náttúrulega ekkert ný á nálinni, því miður,“ segir Rebekka Karlsdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. „Stúdentar hafa verið að tala um fjársveltu háskólans um árabil en núna er staðan virkilega slæm.“

„Í þessari herferð erum við að kjarna saman tengsl undirfjármögnunar stjórnvalda á háskólastiginu og áhrifunum sem hún hefur á háskólatarfið, á stúdetna og samfélagið allt.“

Hún segir að niðurskurður í fjárlögunum á seinustu misserum og skortur á fjármagni almennt hafi veruleg áhrif á starfsemi háskólans.

Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands mbl.is/Kristinn Magnússon

Krefjast aðgerða frá ráðherra

„Við erum bara að reyna að benda á að það er í höndum háskólans að tryggja háskólanemum nægilegt fjármagn og góðu fréttirnar eru þær að það er einmitt það sem stjórnvöld hafa sagst ætla að gera í stjórnmálasátta ríkisstjórnar.“

Hún segir að kjarninn í kröfum SHÍ sé að komið verði til móts við stöðu háskólans með auknu fjármagni svo komið sé í veg fyrir mikinn niðurskurð á námsframboði, að falli verði frá þeim niðurskurði sem boðaður er í fjármálaáætlun fyrir næsta ár og að ekki verði frumvarp lagt fram um lagabreytingu sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldi, enda sé það hlutverk stjórnvalda, en ekki stúdenta, að fjármagna opinbera háskólamenntun. 

Rebekka undirstrikar að það sé pólitísk ákvörðun að fjársvelta háskólann að þessi niðurskurður í fjárlögunum meðfylgjandi miðurskurður á fjármagni hafi veruleg áhrif á starfsemi skólans.

Stúdentaráð beinir því kröfum sínum að ríkisstjórn, og þá sérstaklega að ráðherra há­skóla­mála, um að staðið verði við loforðin og fjármagn til Háskóla Íslands verði stóraukið.

„Við teljum að það sé réttara að stjórvöld sinni skyldum sínum og standi við loforðin um að fjármagna opinbera háskólamenntun sem skyldi í stað þess að seilast enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert