Dregur úr vindi í dag

Lægðin fjarlægist í dag og grynnist heldur, en dregur þá …
Lægðin fjarlægist í dag og grynnist heldur, en dregur þá jafnframt úr vindi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nótt gekk á með hríðarveðri í flestum landshlutum, en fór síðan að rofa til sunnan- og vestanlands. 

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Langt suður í hafi er víðáttumikil og djúp lægð, sem veldur norðaustanstormi á landinu, en roki syðst.

Lægðin fjarlægist í dag og grynnist heldur, en dregur þá jafnframt úr vindi.

Þá er spáð norðaustankalda eða -strekking og víða dálítilli él á morgun, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi.

Áfram frost í öllum landshlutum, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina að deginum.

Dregur að líkindum enn frekar úr vindi um helgina, en víða lítilsháttar snjókoma eða él og áfram kalt.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert