Verkjalyfin nú í vegasjoppunni

Fríða Birna Þráinsdóttir rekur Esjuskálann Baulu í Borgarfirði.
Fríða Birna Þráinsdóttir rekur Esjuskálann Baulu í Borgarfirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Að geta bjargað fólki með þetta allra nauðsynlegasta er beinlínis skylda á stað eins og þessum. Að hér fáist algengustu verkjalyf taldi ég vera mjög mikilvægt og fagnaði því mjög þegar Lyfjastofnun gaf mér grænt ljós á sölu þeirra,“ segir Fríða Birna Þráinsdóttir.

Með sínu fólki rekur Fríða Birna Esjuskálann Baulu í Borgarfirði; eftir að hún tók við starfseminni þar einsetti hún sér strax að hefja staðinn til vegs með því að bæta þjónustuna.

Fylgdi þar forskrift frá Esjuskálanum í Grundarhverfi á Kjalarnesi sem hún hefur rekið undanfarin ár. Hún bætti Baulunni við sig síðasta sumar og lagði þá áherslu á að halda í nafnið Esjuskálann, sem er orðið þekkt vörumerki.

Í efstu hillunni í lyfjaskápnum í Esjuskálanum Baulu eru verkjalyfin Ibuxin Rapid og Panodil Zapp og í þeirri næstu Strepsil á hálsbólguna. Einnig eru fæst á staðnum skyndipróf fyrir Covid sem og Pregnancy óléttupróf, en slík geta veitt svör vakni áleitnar spurningar eftir næturgaman. Sárakrem og smyrsl eru einnig tiltæk. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »