Yfir 30 manns hafa leitað í fjöldahjálparstöð

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfir 30 manns hafa leitað í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð á Neskaupstað að sögn Odds Freys Þorsteinsson kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða Krossins. 

Fjöldahjálparstöðin var opnuð í morgun í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Neskaupstað í morgun.

Oddur sagði fleiri hafa verið á leiðinni í Egilsbúð, en að hann hefði ekki fleiri upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Björgunaraðilar á Neskaupstað vinna nú að rýmingu á svæðum þar sem er frekari snjóflóðahætta, sem og á Seyðisfirði. 

Oddur kveðst ekki hafa vitað til þess að fólk sem hafi leitað í Egilsbúð hafi verið slasað á neinn hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert