Marsmánuður kaldur en afar sólríkur og þurr

Nú er marsmánuður á lokametrunum og ljóst orðið að hann …
Nú er marsmánuður á lokametrunum og ljóst orðið að hann fer í sögubækurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú er marsmánuður á lokametrunum og ljóst orðið að hann fer í sögubækurnar. Þetta er langkaldasti mars það sem af er öldinni í Reykjavík. Sömuleiðis hefur hann verið sá þurrasti og sólríkasti.

„Sem af er mánuðinum er þetta langkaldasti mars á öldinni og verður líklega sá kaldasti síðan 1979 – en það fer eftir því hvað síðustu þrír dagarnir gera,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Eftir langan kuldakafla er nú spáð 5-9 stiga hita tvo síðustu daga marsmánaðar í höfuðborginni, þ.e. fimmtudag og föstudag.

Það sem af er mars hafa verið sex úrkomudagar í Reykjavík, þar af einn í síðustu viku. En lítil hefur úrkoman þó verið svo menn hafa vart orðið hennar varir. „Úrkoman hefur aldrei verið minni sömu marsdaga, en ámóta lítil var hún sömu daga 1962 og 1937. Þetta er því enn sem komið er þurrasti mars það sem af er öldinni og sömuleiðis sá sólríkasti,“ segir Trausti.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert