Mikilvægt að halda uppi metnaði

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi snjóflóða hefur fallið á Austurlandi á undanförnum tveimur sólarhringum en snjóflóð féll á íbúðarhús í Neskaupstað aðfaranótt mánudags.

„Aukum frekar í ef eitthvað er“

Ekki hefur tekist að ljúka framkvæmdum á öllum varnargörðum í Neskaupstað og á landsvísu hefur framkvæmdum verið lokið á sex stöðum en er enn ólokið í fimmtán stöðum að því er Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra greindi frá í samtali við Ríkisútvarpið. 

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að um það bil 1,6 milljarðar króna hafi verið settir í auknar framkvæmdir á liðnum árum.

„Það er mikilvægt að ofanflóðasjóður, sem er hjá Umhverfisráðuneytinu, geti áfram stutt við þau verkefni.“

Áttu von á því að farið verði í þessar framkvæmdir á næstunni?

„Það er búið að vera metnaðarfyllra plan núna síðustu árin. Ég vil segja að það er mjög mikilvægt að við höldum þeim metnaði uppi og aukum frekar í ef eitthvað er,“ segir Sigurður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert