Rýma að nýju á Seyðisfirði í kvöld

Ljósmynd/Landsbjörg

Rýma á að nýju reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld.

Göturnar sem um ræðir eru Gilsbakki 1 og Hamrabakki 8  til 12.

Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Í kvöld er svo í gildi appelsínugul veðurviðvörun fyrir Austfirði vegna snjókomu.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi kemur fram að fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.

Íbúar eru annars beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Herðubreið eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Snjóþungt hefur verið á Seyðisfirði. Snjóflóð féll á yfirgefið hús …
Snjóþungt hefur verið á Seyðisfirði. Snjóflóð féll á yfirgefið hús á mánudaginn. mbl.is/Pétur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert