Vígaleg grýlukerti á Húsavíkurkirkju

Það er vissara að vera ekki mikið að þvælast upp …
Það er vissara að vera ekki mikið að þvælast upp við Húsavíkurkirkju þessa dagana. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Það er vissara að vera ekki mikið að þvælast upp við Húsavíkurkirkju þessa dagana en vígaleg grýlukerti hafa myndast við þakskegg kirkjuþaksins. Skipst hafa á frost og hláka síðustu daga og góð skilyrði skapast fyrir grýlukertin að taka á sig kynjamyndir.

kipst hafa á frost og hláka síðustu daga og góð …
kipst hafa á frost og hláka síðustu daga og góð skilyrði skapast fyrir grýlukertin að taka á sig kynjamyndir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Reyndar er lítil hætta á að vegfarandur álpist undir kirkjuvegginn en verktakar eru að hefja störf á lóðinni og hafa girt hana af. Fram undan eru umfangsmiklar framkvæmdir á lóðinni, þar sem bæta á aðgengi að kirkjunni, m.a. fyrir fatlaða, og laga umhverfi hennar. Leggja tröppur, stíga og endurgera grasfleti.

Einnig á að bæta aðgengi á milli kirkjunnar og safnaðarheimilisins í Bjarnahúsi og búa til bílastæði. Lóðarhönnunin er unnin af Landslagi í samvinnu við sóknarnefnd kirkjunnar og fleiri aðila og var til kynningar á íbúafundi á Húsavík sl. haust. Norðurþing styrkti kirkjuna vegna þessa um fimm milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »