Vara við svikapóstum í nafni ríkislögreglustjóra

Lögreglan varar fólk við því að ýta á hlekki eða …
Lögreglan varar fólk við því að ýta á hlekki eða svara póstunum.

Lögreglan varar við svikapóstum sem virðast sendir í nafni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og merktir lögreglu og Europol og íslenskum ráðuneytum. Skilaboðin eru þó alls ekki frá ríkislögreglustjóra.

Lögreglan varar fólk við því að svara slíkum tölvupóstum og að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt slíkum skilaboðum.

„Ef þú hefur fengið eða færð póst af þessum toga skaltu tilkynna hann sem ruslpóst/spam í póstforritinu þínu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir þar jafnframt.

Þá er vakin athygli á fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar.

Hér má sjá dæmi um svikapóst:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert