Vætusamt og hvasst en hlýtt í veðri

Gert er ráð fyrir skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil.
Gert er ráð fyrir skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag má gera ráð fyrir suðvestan 5-13 m/s og skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil. Bjartviðri að mestu á Norðaustur- og Austurlandi.

Fremur milt í veðri, hiti verður víða á bilinu 2 til 7 stig yfir daginn, en búist er við vaxandi suðaustanátt og fer að rigna syðst í kvöld.

Á morgun verður fremur vætusamt og hvasst en hlýtt í veðri. Gert er ráð fyrir austan og suðaustan 10-20 m/s, hvassast syðst. Talsverð rigning suðaustantil, en úrkomulítið norðanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 11 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á mánudag:
Suðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Rigning, sums staðar talsverð úrkoma, en væta með köflum á Norðurlandi. Hiti 2 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, víða 5-13 m/s og rigning með köflum, en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti 5 til 11 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og allvíða skúrir eða él. Kólnar smám saman, einkum norðantil.

Á föstudag:
Gengur í ákveðna suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri.

Á laugardag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Milt í veðri.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert