Segir skýrsluna markast af einsýni

Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Héraðsskjalasafn Kópavogs. mbl.is/Árni Sæberg

„Þarna er um að ræða skýrslu sem ég tel mjög gallaða. Byggt er á röngum tölulegum upplýsingum og hún markast af einsýni. Það vantar stjórnsýslulega og menningarlega sýn á þá starfsemi sem um ræðir,“ segir Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður í Kópavogi, um úttekt sem KPMG hefur gert fyrir bæjarstjórnina á menningarstofnunum bæjarins.

„Ég vænti þess að bæjarfulltrúar í Kópavogi hafi til að bera skynsemi og ábyrgðartilfinningu til að stíga engin óheillaspor á grundvelli þessarar skýrslu.“

Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður í Kópavogi.
Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður í Kópavogi. Rax / Ragnar Axelsson

Greint var frá helstu tillögum skýrslunnar í Morgunblaðinu á laugardaginn.

Þar eru nefndar ýmsar leiðir til að spara og hagræða í rekstri á sviði menningarmála. Meðal annars er bent á að bænum sé ekki lögskylt að halda úti rekstri héraðsskjalasafns eða náttúrufræðistofu.

Virðist liggja í loftinu að bæjarstjórnin íhugi að fara sömu leið og borgarstjórn Reykjavíkur, sem samþykkti á dögunum að leggja niður Borgarskjalasafnið og fela Þjóðskjalasafninu lögbundna þætti starfseminnar.

Fréttir um að Héraðsskjalasafni Kópavogs séu hugsanlega búin sömu örlög og Borgarskjalasafninu hafa vakið ólgu meðal fræðimanna og skjalavarða og hafa m.a. skapast miklar umræður um málið á póstlista sagnfræðinga, Gammabrekku.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert