Leikskólabygging dæmd ónýt

Karlsskáli hefur hýst leikskólabörnin á Vesturborg um áratuga skeið.
Karlsskáli hefur hýst leikskólabörnin á Vesturborg um áratuga skeið. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur leggst ekki gegn niðurrifi hússins Hagamels 55, Karlsskála, á lóð leikskólans Vesturborgar. Húsið er norðan við Sundlaug Vesturbæjar. Það hefur hýst leikskólabörn í áratugi og þúsundir barna eiga minningar frá dvöl sinni í Vesturborg.

Ástandsskoðun á byggingunni hefur leitt í ljós að hún er ónýt og hentar ekki lengur fyrir leikskólastarfsemi. Skrifstofa framkvæmda og viðhalds sendi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar beiðni um að fá að rífa húsið.

Í umsögn verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að húsið Hagamelur 55 hafi þjónað sem leikskólabygging ásamt yngri skólabyggingu Vesturborgar innan sömu lóðar. Ljóst sé af niðurstöðum rannsókna að ástand byggingarinnar er mjög bágborið og bæði mjög flókið og kostnaðarsamt að endurbyggja hana samkvæmt nútímakröfum byggingarreglugerðar svo það megi þjóna sem leikskólabygging. Megi raunar álykta að húsið sé nánast ónýtt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: