Hraðar kynbætur gegn riðu

Vonir eru bundnar við að kynbætur gegn riðu gangi hratt …
Vonir eru bundnar við að kynbætur gegn riðu gangi hratt og vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á riðu í stóru evrópsku rannsóknarverkefni benda til þess að verndandi arfgerð fyrir riðu, ARR, sem fundist hefur hér á landi í fé á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð, virki vel á íslenskt smitefni riðu. Þá eru vonir um að erfðabreytileikinn T137, sem fundist hefur í fé á átta bæjum hér á landi, sé einnig verndandi fyrir riðu en beðið er frekari niðurstaðna.

Hrútar með verndandi arfgerðinni voru mikið notaðir á fengitímanum undir lok síðasta árs og er búist við að 800-900 hrútlömb fæðist í vor sem hægt verði að nota til kynbóta stofnsins strax á þessu ári, auk svipaðs fjölda gimbra. Ef hrútar með verndandi arfgerð verða mikið notaðir á fengitíma í haust og reglum um flutning fjár verður hnikað til má búast við að 30-40 þúsund lömb undan þeim fæðist vorið 2024 og að helmingur þeirra gæti borðið ARR-arfgerðina.

Með þessu móti á að vera hægt að koma verndandi arfgerðinni hratt inn í sauðfjárbú á svæðum þar sem mesta hættan er á riðu en talið ráðlegt að fara hægar í sakirnar með þess konar kynbætur fyrir sauðfjárstofn landsins í heild. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert