Rakel Anna Boulter nýr forseti SHÍ

Rakel Anna Boulter, nýkjörin forseti SHÍ.
Rakel Anna Boulter, nýkjörin forseti SHÍ.

Rakel Anna Boulter var kjörin nýr forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands á kjörfundi ráðsins í kvöld. Réttindaskrifstofa og nýkjörið stúdentaráð munu formlega taka til starfa eftir skiptafund undir lok maí. Hún mun taka við af sitjandi forseta SHÍ, Rebekku Karlsdóttur. 

Rakel mun útskrifast með BA-gráðu í bókmenntafræði í júní og hefur til þessa setið í stjórn stúdentaráðs sem sviðráðsforseti á hugvísindasviði og var þess að auki forseti kennslumálanefndar stúdentaráðs. 

Rakel Anna hefur setið í stjórn Landvarðafélagsins í tvö ár og starfað sem landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og Þingvallaþjóðgarði. Einnig hefur hún starfað á skrifstofu Umhverfisstofnunnar. 

Nýkjörið stúdentaráð. Frá vinstri: Rakel Anna Boulter, Dagmar Ólafsdóttir, Gísli …
Nýkjörið stúdentaráð. Frá vinstri: Rakel Anna Boulter, Dagmar Ólafsdóttir, Gísli Laufeyjarson Höskuldsson og Rannveig Klara Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Á réttindaskrifstofu stúdentaráðs voru einnig kjörin: 

Varaforseti: Dagmar Óladóttir

Hagsmunafulltrúi: Rannveig Klara Guðmundsdóttir

Lánasjóðsfulltrúi: Gísli Laufeyjarson Höskuldsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert