Íbúar upplifa sig svikna

Vinir Vatnsendahvarfs telja lagningu Arnarnesvegar fela í sér mikið rask …
Vinir Vatnsendahvarfs telja lagningu Arnarnesvegar fela í sér mikið rask og krefjast umhverfismats. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

Sex mánuðir eru liðnir síðan hópur íbúa kærði lagningu Arnarnesvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegagerðin upplýsti fyrr í mánuðinum að fimm tilboð hefðu borist í útboði um verkið. Hópur íbúa í nágrenni fyrirhugaðs vegar, sem kalla sig Vini Vatnsendahvarfs, upplifir sig svikinn vegna framkvæmdanna. 

Málsmeðferðartíminn kveikir þó vonarneista að sögn Helgu Kristínar Gunnarsdóttur, talskonu hópsins. Hann geti bent til þess að íbúarnir eigi lögvarða hagsmuni og að málið sé til efnislegrar meðferðar hjá nefndinni.

Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn …
Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn aftur á ljósastýrðum gatnamótum. Tölvumynd/Vegagerðin

„Við erum enn að bíða eftir úrskurði vegna kærunnar. Það hefur dregist mikið, sem gefur manni þó von um að verið sé að taka málið fyrir efnislega. Þeir hafa áttað sig á því að tugir íbúa sem skrifa undir kæruna eigi lögvarða hagsmuni,“ segir Helga, en fyrri kæru hópsins var vísað frá þar sem hann var ekki talinn hafa lögvarinna hagsmuna að gæta.

Hópurinn fer fram á að gert verði nýtt umhverfismat en byggt er á umhverfismati frá árinu 2003. Þá gagnrýnir Helga að vistlok, eða nokkurs konar gróðurbrýr yfir veginn, hafi verið til staðar á teikningum í deiliskipulagi en þau sé hvergi að sjá í útboðslýsingu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert