„Hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Thelma Þorbjörg hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árángur í skipstjórnargreinum og …
Thelma Þorbjörg hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árángur í skipstjórnargreinum og fagensku.

Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir, lögfræðingur sem starfar hjá Skattinum, tók óvænta ákvörðun í miðjum heimsfaraldri um að fara í Skipstjórnarskólann, þrátt fyrir að hafa enga reynslu af sjómennsku.

Hún er ein þeirra 507 nemenda sem voru brautskráðir frá Tækniskólanum í gær í fjölmennustu útskrift skólans frá upphafi, að segir í tilkynningu, en skipstjórnarskólinn er hluti af Tækniskólanum.

Thelma Þorbjörg hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í skipsstjórnargreinum og fagensku, en hún er einnig lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með réttindi sem héraðsdómslögmaður.

Ekki aftur snúið eftir nokkur fög 

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í, enda aldrei verið á sjó, en ég kolféll hins vegar fyrir fræðunum. Þar sem Covid var ekkert á leiðinni neitt ákvað ég að skrá mig í Skipstjórnarskólann um haustið og tók nokkur fög þá önnina. Þegar þarna var komið við sögu var hreinlega ekki aftur snúið. Ég hafði uppgötvað ástríðu fyrir sjómennsku,“ er haft eftir Thelmu Þorbjörgu.

Ber hún stjórn skólans og kennurum afar vel söguna og segist þeim ævin­lega þakklát. Þeirra vegna hafði hún ein­stak­lega gaman af náminu enda búi kenn­ar­arnir yfir gríðarlegri reynslu og  þekk­ingu á sínu sviði.

Thelma hefur mikinn áhuga á flutn­inga­skipum og gælir við þá hug­mynd að fara á sjóinn í framtíðinni. „Kannski enda ég einn daginn í brúnni hjá Eim­skip, hver veit?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert