Reyndu að svíkja launin undan skatti

Sviðshöfundurinn Birnir Jón Sigurðsson hefur gert alls kyns tilraunir á leiksviðinu á síðustu árum. Hann segir hér frá tilraunum hópsins Ást og karókí til þess að svíkja laun sín frá Borgarleikhúsinu undan skatti. 

Þeir félagarnir gerðu (ó)heiðarlega tilraun til þess að svíkja undan skatti en komust að því að það er ekkert einfalt mál. Afrakstur rannsóknarvinnunnar varð að leiksýningunni Skattsvik Development Group sem sett var upp á tilraunasviði Borgarleikhússins, Umbúðarlaust.

Birnir hefur rannsakað hvarf snakktegundarinnar Beikonbugða af markaði og hlaut leikverkið sem úr varð tilnefningu til Grímunnar. Verkið, sem hét einfaldlega Kartöflur, vann hann ásamt sviðslistahópnum CGFC. 

Birnir var gestur Dagmála og sagði þar frá fleiri tilraunum á leiksviðinu. Finna má viðtalið í heild hér að neðan. Þar má einnig nálgast þáttinn á hlaðvarpsformi. 

mbl.is