Hvassir vindstrengir fram eftir morgni

Veðurkortið á hádegi í dag.
Veðurkortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Gul viðvörun er í gildi til klukkan 10 í dag á Norðurlandi eystra og á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Hvassir vindstrengir verða á norðanverðu landinu fram eftir morgni og einnig undir austanverðum Vatnajökli, að því er kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáð er minnkandi vestlægri átt í dag, 8-15 metrum á sekúndu eftir hádegi. Úrkomulítið verður og hiti 6 til 12 stig, en víða verður bjartviðri á austurhelmingi landsins með 12 til 20 stiga hita. Hægari verður í kvöld.

Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, verður á morgun og skýjað með köflum, en líkur á þokusúld vestan til eftir hádegi. Áfram verður bjart að mestu um landið austanvert. Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is