Þyrla kölluð til vegna fótbrots á Snæfellsnesi

Ferðamenn í forgrunni og Snæfellsnes í bakgrunni.
Ferðamenn í forgrunni og Snæfellsnes í bakgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður á ferð um Rauðfeldsgjá á sunnanverðu Snæfellsnesi fótbrotnaði um fimmleytið í dag en björgunarsveitin Lífsbjörg úr Snæfellsbæ og sjúkraliðar eru komnir á vettvang. Að auki hefur þyrla frá Landhelgisgæslunni verið kölluð á vettvang til að flytja manninn og er hún væntanleg fljótlega. 

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Að sögn Jóns fótbrotnaði maðurinn töluvert ofarlega í hlíðinni á svæðinu og mun það taka þó nokkurn tíma að koma honum niður. Jón tekur fram að óvíst sé hvort um íslenskan eða erlendan ferðamann sé að ræða.

„Björgunarsveitin er komin á staðinn. Væntanlega verður viðkomandi borinn niður í sjúkrabíl og ákvörðun tekin í kjölfarið af því. Þetta er einhver gjá þarna á svæðinu og vinsæll ferðamannastaður,“ segir Jón. 

mbl.is