Þung umferð við Granda

Lögreglan hefur verið á Granda í dag vegna sjómannadagsins.
Lögreglan hefur verið á Granda í dag vegna sjómannadagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil umferð hefur verið við Granda í dag þar sem hátíðarhöld vegna sjómannadagsins standa nú yfir. 

Í samtali við mbl.is segir fulltrúi umferðardeildar lögreglunnar engar töfralausnir vera á þessu ástandi en að allur mannskapur umferðardeildarinnar sé á svæðinu, líkt og á öðrum fjölmennum viðburðum.

Hann segir að lögreglan hafi ekki þurft að aðhafast mikið vegna umferðarinnar. 

„Það gengur hægt og rólega, en gengur vel,“ segir hann að lokum en fólk þurfi að vera þolinmótt.

mbl.is